Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.10.2010 | 21:52
Drengskapar eiður þingmanna?
Að undanförnu hef eg verði að leita að þessu fyrirbrygði sem kallast "Drengskapar eiður þingmanna".
Ég hef leitað á vefsíðum Alþingis og á öllum veraldar vefnum. Þrátt fyrir mikla leit er þessi eiður þingmanna hvergi birtur.
Ég tel að þessir eiðstafir kjörinna aðila í opinber störf verði birta svo að almenningur geti séð með egin augum hvort þeir aðilar sem sverja við þennann eið séu að brjóta hann.
Að mínu mati eiga þingmenn og ráðherrar svo og Forseti Íslands að sverja eið við Stjórnarskrá Íslands ( endurskoðaða)
þar sem kemur fram að þeir verði að verja hagsmuni þjóðarinnar sem er fólkið í landinu en ekki fyritæki og stofnanir,
framar sínum egin hagsmunum.
Verði þessir aðilar uppvísir af broti á þessum eið skulu þeir án undantekningar segja af sér embætti og vera sviftir þinghelgi og þeir færðir fyrir dóm þar sem þeir sæti rannsókn á broti í opinberu starfi.
Því miður er mikið um það að ráðherrar og þingmenn seu staðinir að þessari ljótu yðju að ljúga og þræta síðan fyrir það
jafnvel þó að það séu til upptökur af slíkum óþverra sem lygar eru.
12.11.2009 | 14:46
Þjóðaratkvæðagreiðsla
Þetta er alveg með eindæmum hvað þingmenn eru komnir með mikla valdagræðgi samanber frumvarp er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mælir fyrir á þingi.
Samkvæmt frumvarpinu á þjóðaratkvæðagreiðsla að vera ráðgefandi fyrir Alþingi.
Ég vil bara minna ráðherra og þingmenn á að við erum lýðræðisríki og ef þjóðin segir NEI eða JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslu þá þýðir það að þjóðin hafi hafnað eða samþykkt viðkomandi málefni og ykkur ber lagaleg skylda til að fara eftir vilja þjóðarinnar.
Það er ekki um neitt annað að ræða en já eða nei.
Ef þjóðin segir NEI þá hafið þið ekki umboð þjóðarinnar til að fara með málið lengra svo einfalt er það.
Ég spyr hverskonar valdníðsla er þetta og hversu veruleika firrt fólk er orðið á Alþingi.
Er þetta það sem á að kenna komandi kynslóðum að nei þýði já og öfugt, NEI ekki að mínu mati.
Úr Vísi
"Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en það var ekki afgreitt sem lög.
Frumvarpið var unnið í samráði við fulltrúa allra flokka. Jóhanna sagði að meginmarkmið þess væri að sett verði almenn lög um tilhögun og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eigi bæði við þegar Alþingi ákveði að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu og eins þegar skylt verði samkvæmt stjórnarskrá að bera tiltekin mál undir þjóðaratkvæði.
Samkvæmt frumvarpinu verður niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu ráðgefandi."
http://www.visir.is/article/20091112/FRETTIR01/898219883
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)